Fyrsta heimsóknin

Þegar þú kemur á stofuna til okkar í fyrsta sinn er tekið vingjarnlega á móti þér í afgreiðslunni og ferlið hefst. Við gerum okkar besta til þess að þér líði vel og leggjum áherslu á að upplýsa þig ávallt með fyrirvara um það sem framundan er. Þú færð þér sæti í biðstofu okkar og fyllir út stutta trúnaðarskýrslu. Hún færir okkur upplýsingar sem gera okkur kleift að hjálpað þér sem allra best.

 

Eftir það eru gerðar einfaldar æfingar til þess að rannsaka almennt líkamlegt ástand og hreyfigetu hryggjarsúlunnar. Mögulega verða teknar röntgenmyndir af þér til nákvæmari rannsóknar. Þá er haldið í lítið biðherbergi. Þar klæðist þú sloppi. Kírópraktorinn kemur svo og sækir þig í myndatökuna. Eftir myndatökuna bíður þú stutta stund í biðherberginu á meðan myndirnar eru unnar og skoðaðar.

 

Kírópraktorinn kemur svo og sækir þig, þið farið aftur inn í meðhöndlun og hann fer yfir myndirnar með þér í smáatriðum og útskýrir fyrir þér ástand þitt, leiðir til meðhöndlunar og batahorfur. Eftir það rennir kírópraktorinn hitamæli yfir bakið sem nemur hita frá bólgum. Finnist bólga er hún skoðuð og hreyfanleiki og virkni liða er metin. Meðhöndlun hefst yfirleitt í fyrsta tíma. Þá er metið hvaða lið eða liði þarf að vinna með og byrjað er á því. Þá leiðréttir kírópraktorinn liðinn.