Algengar spurningar

Kírópraktík eru vísindi og fag á heilbrigðissviði og er yfir hundrað ára gömul. Kírópraktík byggir á því lögmáli að taugakerfið er ráðandi í stjórnun hinnar meðfæddu getu líkamans til þess að viðhalda jafnvægi í kerfum líkamans (homeostasis) og heilsu hans. Af því leiðir að truflun í virkni taugakerfisins hefur neikvæð áhrif á heilsuna. Kírópraktík er heimspeki, vísindi og listform sem miðar að því að finna, greina og leiðrétta óeðlilegt ástand hryggjarliða sem misst hafa stöðu sína, trufla starfsemi taugakerfisins og hafa þar með bagaleg áhrif á getu þess til þess að stjórna líffærum og líffærakerfum líkamans. Fólk sem setur heilsuna í forgang fer reglulega til kírópraktors. Það verður hluti af því sem gert er til viðhalds góðrar heilsu, ásamt því að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat, hvílast vel og svo framvegis.

Þeir nota hendurnar til þess að framkvæma stutt og nákvæmt átak og leiðrétta þannig liði sem misst hafa stöðu sína og trufla starfsemi taugakerfisins, til baka í átt að réttri stöðu. Með því að bæta stöðu og hreyfingu liðarins hafa þeir jákvæð áhrif á virkni taugakerfisins og  liðurinn verður heilbrigðari.

Skjólstæðingar kírópraktora eru á öllum aldri. Ástæðan er sú að þegar liður verður fyrir hnjaski sem veldur því að hann missir stöðuna skiptir aldur ekki máli, það getur hent alla.

Algengast er að fólk leiti til kírópraktora vegna almennra stoðkerfisvandamála, svo sem verkja eða dofa í:
Baki – hálsi – öxlum – olnbogum – úlnliðum – fingrum – mjöðmum – hnjám – ökklum – tám – nára. Þar sem um er að ræða truflanir í starfsemi taugakerfisins geta áhrifin verið margvísleg á heilsuna. Hér eru önnur algeng umkvörtunarefni:
Höfuðverkir – tíðaverkir – grindargliðnun – leiðniverkir í útlimum – meltingartruflanir – hryggskekkja – svimi – ofnæmi – asmi – síþreyta – svefnleysi – minnkuð hreyfigeta – ýmsar afleiðingar slysa – fyrirtíðaspenna – streita – erfiðleikar með einbeitingu – eyrnaverkir – eyrnabólga – stjórn á þvagi – lélegt ónæmiskerfi – slæm andleg líðan. Taka skal fram að kírópraktík er í raun ekki meðhöndlun við því sem hér er upp talið. En þar sem áhrif truflana í taugakerfinu eru mikil og ófyrirsjáanleg, finnur fólk oft fyrir bata á mörgum sviðum heilsu sinnar þegar starfsemi taugakerfisins batnar.

Í flestum tilfellum er það sársaukalaust. Þegar fólk hefur nýlega orðið fyrir miklu hnjaski er mögulegt að smávægileg óþægindi fylgi, þá sérstaklega ef bólgur eru miklar, en það er sjaldgæft.

Nám kírópraktora í Bandaríkjunum er á háskólastigi, það er yfirgripsmikið og telur að lágmarki fjögur ár. Námið samanstendur af taugafræði, röntgenfræði, sjúkdómafræði, líffærafræði sem inniheldur krufningar í heilt ár, efna og lífefnafræði, eðlis- og lífeðlisfræði, fræðum þeim sem tengjast kírópraktíkinni sjálfri og mörgu fleiru. Námsmaðurinn útskrifast með gráðuna Doctor of Chiropractic, skammstafað D.C. eða aðra sambærilega gráðu sem telst vera jafngild meistaragráðu að lágmarki. Hver sem er getur leitað til kírópraktors án tilvísunar frá lækni.

Kírópraktor er fullfær um að ráðleggja það sem sjúklingnum er fyrir bestu og senda hann annað telji hann þörf á.

Á Íslandi gefur Landlæknisembættið út starfsleyfi til kírópraktora sem hlotið hafa menntun sína frá viðurkenndum skólum. Aðeins þeir sem hafa tilskylda menntun og fullgilt starfsleyfi mega kalla sig kírópraktora.

Kírópraktík er áhættulítið meðferðarform. Í Bandaríkjunum þar sem fagið á uppruna sinn greiða kírópraktorar einungis brot af því sem aðrar heilbrigðisstéttir borga í tryggingar á ársgrundvelli. Tryggingafélögin vita sem er að líkur á að verða fyrir skaða í meðferð hjá kírópraktor eru hverfandi eða um það bil einn á móti milljón.

Já. Kírópraktík er áhættulítið meðferðarform, einnig fyrir börn. Mikilvægt er að leiðrétta hnjask sem ung börn verða fyrir eins fljótt og auðið er. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að lítið vandamál verði stærra síðar.

Truflanir í taugakerfinu hafa áfram neikvæð áhrif á lífsgæði og heilsu. Þar sem liðurinn ber þungann óeðlilega í rangri stöðu aukast líkur á að hann slitni mun hraðar en hann á að gera. Brjósk slitnar, liðbil minnkar og virkni versnar. Sú þróun er óafturkræf. Slitið og skemmdirnar eru komnar til að vera.

Heilsu okkar getur verið ábótavant þrátt fyrir að engin séu einkennin. Því er skynsamlegt að sinna heilsunni almennt, burtséð frá þeim. Þar á meðal því að fara til kírópraktors, skoða stoðkerfið og leiðrétta snemma það sem aflaga hefur farið. Þegar liður missir stöðu sína er ekki þar með sagt að því fylgi sársauki. Það getur því verið nauðsynlegt að leiðrétta hann þó líðan sé góð. Mörg alvarleg sjúkdómsferli eru nánast einkennalaus. Sársauki eða sársaukaleysi er takmarkaður mælikvarði á heilsu.

Fólk hefur ólíka sýn á það hvað það þýðir að vera heilbrigður. Orðabókin segir okkur að heilsa snúist um virkni, að hún sé eins góð og mögulegt er, andlega, líkamlega og félagslega. Kírópraktísk meðhöndlun starfar í samræmi við þessa skilgreiningu.

Til þess að breyta stöðu og virkni liðar til hins betra, þarf nákvæmni í greiningu og framkvæmd. Ekki er mælt með að einstaklingar sem ekki hafa menntun til reyni að framkvæma það. Kírópraktorar geta ekki lagað sig sjálfir. Þeir leita því einnig til kollega sinna.

Hnjask af ýmsu tagi veldur því. Nefna má föll, högg, slys og fleira. Óholl efni í matvælum, eiturefni ýmis konar, reykingar og ólyfjan af öllu tagi. Einnig hnjask af andlegum toga; áföll og streitu af ýmsu tagi.

Já. Miklar líkamlegar breytingar verða á konum á meðgöngu. Hormónabreytingar, breytingar á þyngd og þyngdardreyfingu geta valdið stoðkerfisvandamálum sem geta orðið konunni illþolanleg. Kírópraktor getur þarna veitt ómetanlega hjálp. Ósjálfráða taugakerfið stjórnar hríðunum og samdrætti legsins þegar kemur að fæðingu. Þá er gott að vera laus við truflaanir í taugakerfinu sem mögulega hafa neikvæð áhrif á ferlið.

Missi spjaldliðir eða lendarliðir stöðu sína getur fæðingarvegurinn minnkað óeðlilega mikið. Þetta getur valdið því að fæðingin gengur verr en hún annars myndi gera.

Þín hegðun getur haft úrslitaáhrif á það hve fljótt og vel batinn kemur. Mikilvægt er að fara eftir ráðleggingum kírópraktorsins hvað varðar fyrirkomulag meðferðarinnar auk þess að nærast vel, hreyfa sig reglulega og að hvílast. Kírópraktorinn mun líklega einnig gefa þér mikilvæg ráð í samband við það hvernig best er að bera sig að við ýmislegt, svo sem við störf, setu, svefn og margt fleira. Mögulega tillögur sem snerta líkamsþjálfun, ráð um að nota kalda eða heita bakstra. Mikilvægt er að fylgja ráðum kírópraktorsins eins vel og þér er unnt. Þannig aukast líkurnar á að ná bata fljótt og örugglega.

Nei. Það er þín ákvörðun hve lengi þú ákveður að nýta þér hjálp og þjónustu kírópraktors. Á hinn bóginn er það ósk okkar að þú náir eins góðri heilsu og þér er unnt og að þú haldi henni sem allra lengst. Því vonum við að þú sjáir þér hag í því að koma reglulega í skoðun hjá okkur, líka þegar þú ert einkennalaus.

Þegar liðurinn er hreyfður snögglega myndast tómarúm sem gastegundir í liðnum, aðallega nitrogen fyllir á örskotsstundu. Þessu ferli fylgir ákveðið hljóð. Þetta hljóð er sama eðlis og hljóðið sem heyrist þegar kampavínsflaska er opnuð, og er hættulaust.

Í kírópraktík líkt og í öðrum fögum er hægt að starfa á ólíka vegu. Það er siðferðileg skylda kírópraktors að velja þær leiðir sem hann telur líklegastar til árangurs fyrir þá sem til hans leita. Við hjá Kírópraktík teljum að Gonstead kerfið þjóni hagsmunum sjúklinga okkar best.

Kírópraktorar hafa menntun, þekkingu og reynslu til þess að eiga og nota röntgenvélar, taka röntgenmyndir og greina upplýsingar af þeim. Myndirnar gefa nákvæmar upplýsingar um stöðu liða, almennt ástand stoðkerfisins og mögulegar slitbreytingar. Þær hjálpa til við að útiloka ákveðna alvarlega sjúkdóma og beinbrot. Hver sjúklingur er einstakur og hvert tilfelli er einstakt. Við fyrstu komu er þörf á myndatöku sjúklings metin og ákvörðun tekin í framhaldi af því. Röntgenmyndirnar veita kírópraktorum ómetanlegar upplýsingar sem nýtast honum vel í að veita eins nákvæma meðhöndlun og unnt er.

Þegar stoðkerfi íþróttamanns er almennt í réttri álagsstöðu og taugakerfið starfar óáreitt eru aðstæður góðar til þess að ná toppárangri. Einnig minnka líkur á meiðslum og íþróttamaðurinn jafnar sig hraðar á meiðslum þeim er geta orðið. Margir af bestu íþróttamönnum sögunnar hafa nýtt sér kírópraktík til þess bæta frammistöðu sína. Nefna má Tiger Woods, Lennox Lewis, Evander Holyfield, Michael Jordan, Kaka, Ruud Van Nistelrooy og Arnold Schwarzenegger. Í öllum íþróttum veltur frammistaða íþróttamanns að miklu leyti á eðlilegri virkni í taugakerfinu og á því að liðirnir í stoðkerfinu séu í góðri stöðu og hreyfing þeirra sé eðlileg.

Algengt er meiðsl íþróttamanna séu á liðum í útlimum, svo sem ökklum, hnjám, úlnliðum, olnbogum og öxlum. Meðhöndlun kírópraktors er þarna lykilatriði því hann getur hjálpað liðnum í betri stöðu og bætt hreyfigetuna.

Stundum er orsök meiðsla á hné og ökklum að finna í mjaðmagrind sem situr ekki rétt, eða í lengdarmun á fótleggjum. Hné og ökklar bera þá þungann á óeðlilegan máta. Það getur leitt til meiðsla og veldur ótímabæru sliti.

Einnig eru meiðsli sem fram koma á mjúkvefjum algeng, svo sem á vöðva og sinar. Algengt er að íþróttamenn fái meðhöndlun sem miðast beint að vefnum sjálfum. Gott er að hafa í huga að orsökin getur hæglega verið truflun í starfsemi taugakerfisins, þeim hluta sem stjórnar vefnum, eða liðir og stoðkerfi í vandræðum. Af því leiðir að virknin í vefnum er óeðlileg. Svo þegar vefurinn er notaður undir álagi þá virkar hann ekki sem skyldi og gefur sig frekar. Margir íþróttamenn sjá miklar framfarir í íþrótt sinni þegar þeir stunda kírópraktík reglulega, sem forvörn og meðhöndlun vegna meiðsla.