Kírópraktík hjálpaði mér með verki í mjóhrygg og mjöðm

Kírópraktík hjálpaði mér með verki í mjóhrygg og mjöðm.

Ég hef haft verki í baki, þó mest í mjóhrygg, og seinna í hálsliðum og niður í herðar. Ég hef síðari ár stundað göngu til að lina þjáningar í baki. Gangan hefur gert mikið gagn í þeim tilgangi. En fyrir nokkrum árum fór ég að finna stöku sinnum fyrir verk í mjöðm, sem ágerðist mjög með stuttum hléum.

Þetta varð þess valdandi að ég varð að draga sífellt meira úr allri hreyfingu sem síðan gerði það að verkum að ég versnaði mjög hratt í bakinu. Þarna sá ég að ég var kominn í vítahring. Ég var orðinn svo slæmur að ég átti mjög erfitt með að beygja mig til að fara í skó, eða taka eitthvað upp af gólfinu. Einnig vaknaði ég alltaf ef ég þurfti að snúa mér í rúminu sem leiddi til þess að ég fékk mjög skertan svefn og hvíld. Á þessum tímapunkti áttaði ég mig á að ég var í slæmri stöðu með heilsuna, sem gæti auðveldlega meinað mér að stunda atvinnu. Þannig að ég fór að hafa verulegar áhyggjur af heilsunni.

Eftir töluverða umhugsun kom upp í hugann að mér hafði verið sagt af fólki sem hafði leitað til Egils kírópraktors, að sögn með góðum árangri. Ég tók upp símann og pantaði tíma hjá honum. Þar fékk ég einstaklega góðar móttökur, og fann ég strax að þarna var ég kominn í góðar hendur, þótt ég væri svolítið efins um árangur vegna þess hve slæmur ég var orðinn. Þarna var tekið mjög faglega á málum. Eftir fyrstu tvö skiptin voru verkir í mjöðm nánast alveg horfnir, þannig að ég fór að geta farið að stunda göngur aftur. Nú er ég búinn að vera hjá Agli í nokkra mánuði, og hefur verið stöðugur stígandi með heilsuna síðan. Stöku sinnum hef ég fengið verk í bakið, en alltaf minna og styttra í einu. Þannig að ég get án nokkurs vafa mælt með Agli og hans aðferð til að hjálpa fólki til að ná heilsu án lyfja.

Með bestu kveðju og þakklæti,

Jón Ólafsson