Kírópraktík hjálpaði mér með slitna axlaliði

Rúmlega tvítugur veiktist ég af berklum en á þeim tíma var meðalanotkun stutt á veg komin. Þá var lækningin sú að menn voru höggnir sem kallað er.

Í því fólst í mínu tilfelli að fimm rifbein voru fjarlægð frá hryggjarsúlu að bringubeini. Þegar rifbeinin höfðu verið fjarlægð var ég reyrður saman þannig að lungað féll saman og var þannig gert óvirkt. Við það kölkuðu berklarnir og hættu að verka. Þess má geta að flestir sem fóru í gegnum þessa aðgerð fengu skakkann hrygg og boginn háls. Þannig að það fór yfirleitt ekki á milli mála hverjir höfðu verið höggnir. Um það bil ári eftir aðgerðina fór ég að geta unnið en um fimmtugt fóru axlirnar að bila. Um langt árabil leitaði ég til lækna. Þeirra helsta úrræði var að sprauta í axlaliðina en með tímanum hættu sprauturnar að virka. Margsinnis voru axlirnar myndaðar á sjúkrahúsum og mér gefnir tímar hjá sjúkraþjálfurum án þess að það bæri árangur. Þegar ég var sextíu og fimm ára var ég orðinn óvinnufær, gat ekki klætt mig hjálparlaust og þurfti aðstoð við að komast inn í bíl. Þegar hingað var komið má segja að læknar hafi verið búnir að afskrifa að ég næði bata. Það eina sem þeir sögðust geta gert fyrir mig var að útvega mér sterk verkjalyf sem ég mætti reikna með að þurfa að nota það sem eftir væri.

Þá var mér bent á af vinafólki að fara til Egils Þorsteinssonar, kírópraktors.

Hann getur með sínum búnaði tekið röntgenmynd af líkamanum í einu lagi frá hné upp að augum. Með því að skoða stoðkerfið í heilu lagi sá hann að vegna þess hve hryggurinn var boginn sátu axlaliðirnir ekki í réttum skorðum. Hann sagði að það myndi taka fjórar til sex vikur að koma liðunum í réttar skorður og gekk það eftir.

Í dag er ég rúmlega áttræður og get unnið flesta þá erfiðisvinnu sem þrek mitt að öðru leyti leyfir. Nú er ég með beinann háls og hrygg og finn sjaldan til í öxlum. Komi það fyrir að ég gangi fram af mér, fer ég til Egils og fæ eina til tvær hnykkingar sem yfirleitt dugar til að koma hlutunum í lag.

Geiteyjarströnd, 15. október, 2011.

Sigurbjörn Sörensson