Kírópraktík hjálpaði mér með verki í mjöðm, baki og svefn

Kírópraktík hjálpaði mér ótrúlega mikið á stuttum tíma !

Ég gat ekki stundað æfingar og átti erfitt með langar göngur vegna verkja í mjöðm. Nú hefur það alveg horfið og ég finn ekki fyrir verkjum og ég get stundað allar þær æfingar sem voru mér erfiðar. Þá hefur svefninn lagast en ég átti stundum erfitt með að sofa vegna verkja í baki. Í kjölfarið hef ég minnkað notkun á bólgueyðandi lyfjum 🙂

Íris Ósk Ólafsdóttir