Kírópraktík hjálpaði mér með vefjagigt

Þegar ég leitaði til kírópraktors þá var ástand mitt ekki gott. Ég þjáðist af verkjum og gekk fyrir verkjatöflum. Einnig fór ég í sjúkraþjálfun sem virkaði ekki.

Svo fékk ég úrskurð um að ég væri með vefjagigt sem ég sætti mig ekki við. Ég las mér til um kírópraktík og eftir þann lestur pantaði ég mér tíma hjá Agli. Ég er í reglulegu eftirliti hjá honum og í dag er ég laus við verki og verkjatöflur.