Kírópraktík hjálpaði mér með þráláta verki

Ég slasaðist fyrir mörgum árum með þeim afleiðingum að ég hef átt við þráláta verki að stríða. Til að leita mér bata hef ég farið í margs konar meðferðir. Maðurinn minn fór til Egils Þorsteinssonar með góðum árangri og lagði til að ég gæfi meðferð hjá Agli tækifæri.

Ég lét til leiðast og sé ekki eftir því. Fyrir mig var það gæfuspor.

Enginn hefur gert meira fyrir mig en Egill Þorsteinsson, D.C. kírópraktor

Elín Inga Ólafsdóttir