Kírópraktík hjálpaði mér með suð í eyra og heyrnartap

Kírópraktík hjálpaði mér varðandi suð í eyra og heyrnartap.

Ég fékk suð í eyra og skerta heyrn síðastliðinn vetur og leitaði til lækna sem gátu ekki hjálpað mér og sögðu að þetta væri komið til að vera. Ég var mjög ósátt og í sumar var ég líka komin með verki út frá kjálka og ákvað þá að próf að fara til Egils kírópraktors, sem hafði hjálpað mér fyrir nokkrum árum með bakverki. Eftir nokkra tíma hjá Agli var suðið og verkurinn horfinn og heyrnin orðin eins og hún var áður. Þvílíkur léttir og betra líf, ég vildi bara að ég hefði farið fyrr til kírópraktors og að læknarnir hefðu bent mér á þennan möguleika.

Með kveðju og þakklæti,

Edda Holmberg