Kírópraktík hjálpaði mér með slæma ökkla og þreytu í baki

hvert sinn sem ég ætlaði að gera átak í því að ganga þreyttist ég fljótt í baki og fékk verk í ökklana, sérstaklega þann hægri, var nánast hættur að geta gengið.

Mér hafði helst dottið í hug að ég væri með klemmda taug í baki sem orsökuðu þessi óþægindi. Ég var búinn að fara í nokkrar meðferðir hjá nuddurum og tala við lækna en fékk enga bót.

Ég var þá orðinn ákveðinn í því að fara til kírópraktors og varð Egill fyrir valinu. Þetta reyndist mikið gæfuspor. Fyrsti tíminn var kynning á því hvernig kírópraktor vinnur og hvað kírópraktík er í raun og veru, var þetta mjög fróðlegt. Næsti tími var myndataka og greining, sem leiddi í ljós að hægri fóturinn er einum cm. styttri en sá vinstri. Var það ástæðan fyrir þreytu í baki og verkjum og bólgum í hægri ökkla, sem leiddu upp kálfann. Eftir fyrsta tímann hjá Agli fann ég mikinn mun. Jafnframt benti hann mér á að fara í göngugreiningu hjá Fótataki sem er þar við hliðina, fékk ég þar innlegg og upphækkun við hælinn.

Í dag er ég ekki þreyttur í baki og ekki slæmur í ökklunum.

Mér finnst ég heppinn að hafa kynnst þessari frábæru meðferð, mæli ég hiklaust með henni.

Guðjón Hafsteinn Guðbjörnsson, 68 ára.