Kírópraktík hjálpaði mér með mikla verki í hægri handlegg

Um miðjan maí 2012 vaknaði ég snemma morguns við mikla verki í hægri handlegg, úlnlið og allir fingurnir dofnir. Þær verkjapillur sem voru til á heimilinu virkuðu ekki. Fór ég þá á bráðadeildina á Landsspítalanum, þar fékk ég deyfilyf í æð og fór síðan í rannsóknir í sneiðmyndatæki ofl.

Eftir þá rannsókn sögðu læknarnir mér að það væri klemmd taug í hálslið en það væri ekki hægt að laga það með uppskurði. Því yrði ég að lifa með því eins og margir tugir samborgarar ef ekki hundruð. Þeir sköffuðu mér Tradolan, 50 mg, sem er lyf og líkist morfíni.

Eftir tvær vikur gafst ég upp á lyfinu því það sljóvgaði mig allt of mikið. Þá ráðlögöu sonur minn og tengdadóttir mér að fara til Egils Þorsteinssonar kírópraktors sem ég og gerði.

Þeir eru tveir kírópraktorarnir, Egill og Donnel B. Eddy, D.C. Donnel tók mig að sér og eftir myndatöku og skoðun þá sá hann í hvaða hálslið taugin var klemmd. Eftir þrjú skipti (annan hvern dag í viku) þá náði hann að losa um hálsliðinn sem taugin var klemmd í. Eftir það var ég verkjalaus og er ennþá verkjalaus núna í október. Þökk sé Donnel, hann er frábær.