Kírópraktík hjálpaði mér með bakflæði

Ég var búin að vera hjá meltingarsérfræðingi í rúmt ár og var búin að prófa ýmsar sýruþolnar pillur og tuggutöflur við bakflæðinu en ekkert virtist virka fyrir mig.

Það var síðan útaf allt öðru máli sem ég leitaði til Egils kírópraktors og ég ákvað að segja honum frá þessum bakflæðis einkennum í leiðinni þar sem þetta byrjaði allt saman mjög einkennilega hjá mér.

Egill samþykkti strax að þetta væri hugsanlega ekki bakflæði eftir allt saman heldur hugsanleg klemmd taug útaf bólgnum hryggjarlið í bakinu á mér. Og viti menn, eftir aðeins nokkrar heimsóknir til hans byrjuðu einkennin mín strax að skána. Hann sýndi mér líka hvernig ég ætti að sitja betur og bera mig að til þess að vinna á móti þessari bólgu.

Ég sé sko alls ekki eftir því að hafa leita til þeirra hjá Kírópraktík, þetta er frábært og elskulegt fólk og án þeirra myndi ég ekki einu sinni þora að fá mér kaffi í dag!