Bréf frá Erni Gunnarssyni

Komið þið sæl og takk fyrir frábært viðmót og þjónustu sem er til fyrirmyndar:-)

Eftir síðasta tíma rak forvitni mig og smá manía mig til að leita að orðinu “GONSTEAD” og lesa allt sem ég komst yfir um efnið á íslensku og norsku. Og vægast sagt opnaði þetta nýjar víddir fyrir mér, aukna meðvitund og hvert sækja má orku og mátt.

Þá finnst mér Egill, að þið kírópraktorar séuð alltof hlédrægir að kynna meðferð ykkar og árangur. Við ræddum um breytt viðhorf og aðlögun með nýjum kynslóðum. Það getur verið of seint fyrir marga. Við þurfum fleiri fríska einstaklinga, ekki fleiri sjúklinga !

Það er þörf nú þegar á viðhorfsbreytingu !!

Þegar ég las og fræddist þá fór ég að skilja þá breytingu sem varð á mér sjálfum s.l. viku.

Skarpari hugsun og einbeiting, aukin sjálfsímynd, betra sjálfstraust, beinna bak, betur í stakk búinn að takast á við mótbyr (get lofað þér að þar er af nógu að taka hjá útlaga), hreinlega kom hlutunum betur frá mér, hvort sem var á norsku eða íslensku. Einn félaginn hafði á orði hvort ég væri að dæla í mig testosteroni !….ehh nei, ég kom bara við hjá Agli, var svarið:-)

Ég hef aldrei sett þetta í samhengi við starfsemi innri líffæra. Ég hef átt í vandræðum með hin ýmsu líffæri í gegnum tíðina en ekki tengt það við þetta. Ég geri það núna ! Bólgur eru þunglyndisvaldandi sama hvar þær finna sig í líkamanum. En ég hef verið kvillalaus ansi lengi núna. Að bryðja lyf er ekki alltaf lausn.

Eftir lesturinn flaug hugurinn yfir heimsóknir mínar til lækna s.l. misseri. Ég átti síðast tíma hjá lækni fyrir rúmum fjórum árum !!! Og ég er 45 ára !!!

Það er kannski tímabært að panta tíma:-)

Með þökk og kveðju,

Örn Gunnarsson