O nas

Á stofunni okkar, Kírópraktík, á Laugavegi 163, starfa kírópraktorarnir Egill Þorsteinsson og Árdís Drífa Birgisdóttir. Í móttökunni er Agnes Matthíasdóttir.  

Egill Þorsteinsson og Agnes Matthíasdóttir hafa rekið stofuna síðan í apríl 1998, og hafa með kírópraktík aðstoðað fólk við að öðlast betri lífsgæði. Árdís Drífa bættist í hópinn árið 2020 eftir nám og störf í Bretlandi.

Egill Þorsteinsson

Kírópraktor, eigandi

 

Egill Þorsteinsson fæddist í Reykjavík þann 7. október, 1968. Foreldrar hans eru Þorsteinn frá Hamri, skáld og Guðrún Svava Svavarsdóttir, myndlistakona og fótaaðgerðafæðingur. Hann er giftur Agnesi Matthíasdóttur. Þau eiga þrjú börn, Sólveigu Leu, Ástgeir og Guðrúnu Svövu.

Egill ákvað að verða kírópraktor eftir að hafa átt í erfiðum og langvarandi íþróttameiðslum sem unglingur. Sú reynsla að fara á milli margra ólíkra meðferðaraðila árum saman án þess að öðlast bata hafði mikil áhrif á hann og varð til þess að hann tók að grandskoða hin ólíku meðferðarfög og grundvöll þann sem þau byggðu á. Kírópraktíkin heillaði hann mest vegna þess að hún er grundvölluð á óumbreytanlegum lögmálum og stefnir að göfugu takmarki sem beinist ekki eingöngu að því að breyta sjúkdómseinkennum til hins betra, heldur að því að bæta alla heilsu fólks og líf með því að fjarlægja taugapressu sem er í eðli sínu neikvæð tilveru mannsins.

Egill lærði kírópraktík í Sherman College of Chiropractic, sem er í Spartanburg í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum þar sem hann bjó í fimm ár. Hann var annar stofnenda Gonstead námsklúbbs innan skólans. Klúbburinn starfar hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að læra og ná tökum á Gonstead aðferðinni, sem af mörgum er talin erfiðasta en um leið áhrifaríkasta aðferð í faginu. Egill varð fljótlega varaforsteti klúbbsins og síðar forseti. Hann öðlaðist dýrmæta reynslu á þessum árum. Stór hluti nemenda skólans kom reglulega á fundi og sá Egill að miklu leyti um kennsluna sem ýmist fór fram í húsnæði klúbbsins eða í skólanum. Hann sá að miklu leyti um framkvæmdir og rekstur klúbbsins og algengt var að hann kenndi tólf til fimmtán klukkustundir á viku, með náminu. Margir af virtustu Gonstead kírópraktorum heims komu og héldu kennslunámskeið fyrir klúbbinn á þessum árum. Þessi þekking og reynsla nýtist Agli vel í starfi hans á hverjum degi. Hann útskrifaðist þann 20. desember, 1997 og hefur starfað síðan 22. apríl, 1998, hér á Íslandi. Egill fer reglulega erlendis til þess að bæta við menntun sína.

Árdís Drífa Birgisdóttir

Kírópraktor

Árdís útskrifaðist sem kírópraktor frá AECC University College í Bournemouth í Englandi eftir fimm ára nám sumarið 2019. Árdís var leiðbeinandi í Gonstead klúbb skólans þar sem að hún kenndi samnemendum sínum Gonstead tækni og aðferðarfræði, ásamt því að vera umsjónarmaður í brjóstagjafaklíník skólans, þar sem áhersla var lögð á meðhöndlun ungbarna og mæðra með það markmið að auðvelda þeim brjóstagjöf í samstarfi við ljósmæður í þjálfun. Auk þess var hún meðlimur hóps sem sá um meðhöndlun fótboltaliðsins Weymouth FC.

Eftir útskrift hóf Árdís störf norðarlega í Englandi, þar sem að hún vann náið með afreksmönnum í hnefaleikum. Árdís var dugleg við að sækja námskeið og ráðstefnur í ólíkum aðferðum og fræðum tengdum kírópraktík á meðan hún bjó í Englandi.

Árdís er uppalin á Höfn í Hornafirði þar sem að hún spilaði knattspyrnu með Sindra í 13 ár. Sökum meiðsla í ökklum og hné ákvað hún að leggja skóna á hilluna og leita sér að starfsvettvangi þar sem að hún gæti stundað það sem hún hefur mikla ástríðu fyrir, að hjálpa fólki með almennt heilbrigði og lífsgæði. Sú leit leiddi hana í kírópraktík eftir að hafa kynnst starfinu frá fyrrum þjálfara sínum. Áður en leiðin lá til Englands í nám ákvað Árdís að fara í sex vikna hjálparstarf á barnaheimili og skóla í Kenya. Hún hefur síðan þá unnið að uppbyggingu skólans og heimilisins. Hún styrkir þar sjálf þrjá bræður. Það gerir þeim kleift að getað stundað nám, eiga öruggt húsaskjól og mat.

Árdís hefur mikinn áhuga á flestu tengt almennu heilbrigði og góðum lísstíl. Hún brennur fyrir því að aðstoða fólk við að öðlast heilbrigðara líf með starfi sínu sem kírópraktor. Sumarið 2020 kláraði Árdís diplómu gráðu í ráðgjöf tengt brjóstagjöf sem hún nýtir í starfi við meðhöndlun ungbarna. Ásamt starfi sínu sem kírópraktor stundar Árdís viðbótarnám í kírópraktískri heimspeki, og sækir reglulega námskeið í tenglsum við þekkingu í kírópraktík, þá aðallega taugafræðinni sem tengist kírópraktík.

Agnes Matthíasdóttir

Móttaka, eigandi

agnes@kiropraktik.is

 
Agnes Matthíasdóttir fæddist 23. júlí, árið 1972. Hún er dóttir hjónanna Matthíasar Ásgeirssonar íþróttakennara og Sólveigar Sigurðardóttur. Hún ólst upp fyrir norðan á Dalvík og stundaði margs konar íþróttir, svo sem Júdó, frjálsar íþróttir og fimleika.
 
Agnes lærði hársnyrti við Iðnskólann í Reykjavík og starfaði sem slíkur í mörg ár. Einnig rak hún heildsölu um tíma.
 
Agnes hefur starfað hjá Kírópraktík frá árinu 2009. Hún leggur mikla áherslu á persónulega þjónustu og notalegt umhverfi fyrir okkar fólk sem hún flest þekkir með nafni.