Persónuverndarstefna
Félagið hefur sett sér persónuverndarstefnu sem er birt hér á vef fyrirtækisins.
Þeim einstaklingum sem óska eftir upplýsingum um vinnslu persónuupplýsinga um sig á grundvelli laga nr. 90/2018, gefst kostur á að leita til afgreiðslu félagsins, Laugavegi 163, 105 Reykjavík, símanúmer: 5534400. Þar má nálgast eyðublöð með beiðni um veitingu upplýsinga um vinnsluna. Gerð er krafa um að viðkomandi einstaklingur sýni fullgild persónuskilríki með mynd um leið og upplýsingabeiðni er skilað, til að tryggja örugga auðkenningu.
Ekki er tekið við beiðnum um upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga í gegnum síma eða með tölvupósti, því slíkir samskiptamiðlar uppfylla ekki persónuverndarkröfur. Einstaklingar eru hvattir til þess að senda aldrei viðkvæmar persónuupplýsingar um sig með tölvupósti.
Pósthólf persónuverndarfulltrúa er: personuvernd@kiropraktik.is