Starfsfólk

Egill Þorsteinsson, kírópraktor og Agnes Matthíasdóttir eru samrímd hjón sem reka Kírópraktík saman. Þau telja að sú staðreynd að þau starfa saman sem hjón, geri þeim sem best kleift að vinna á persónulegan máta að sameiginlegum og uppbyggilegum markmiðum skjólstæðinga sinna.

Egill Þorsteinsson, kírópraktor:

Egill Þorsteinsson fæddist í Reykjavík þann 7. október, 1968. Foreldrar hans eru Þorsteinn frá Hamri, skáld og Guðrún Svava Svavarsdóttir, myndlistakona og fótaaðgerðafæðingur. Hann er giftur Agnesi Matthíasdóttur. Þau eiga þrjú börn, Sólveigu Leu, Ástgeir og Guðrúnu Svövu.

Egill ákvað að verða kírópraktor eftir að hafa átt í erfiðum og langvarandi íþróttameiðslum sem unglingur. Sú reynsla að fara á milli margra ólíkra meðferðaraðila árum saman án þess að öðlast bata hafði mikil áhrif á hann og varð til þess að hann tók að grandskoða hin ólíku meðferðarfög og grundvöll þann sem þau byggðu á. Kírópraktíkin heillaði hann mest vegna þess að hún er grundvölluð á óumbreytanlegum lögmálum og stefnir að göfugu takmarki sem beinist ekki eingöngu að því að breyta sjúkdómseinkennum til hins betra, heldur að því að bæta alla heilsu fólks og líf með því að fjarlægja taugapressu sem er í eðli sínu neikvæð tilveru mannsins.

Egill lærði kírópraktík í Sherman College of Chiropractic, sem er í Spartanburg í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum þar sem hann bjó í fimm ár. Hann var annar stofnenda Gonstead námsklúbbs innan skólans. Klúbburinn starfar hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að læra og ná tökum á Gonstead aðferðinni, sem af mörgum er talin erfiðasta en um leið áhrifaríkasta aðferð í faginu. Egill varð fljótlega varaforsteti klúbbsins og síðar forseti. Hann öðlaðist dýrmæta reynslu á þessum árum. Stór hluti nemenda skólans kom reglulega á fundi og sá Egill að miklu leyti um kennsluna sem ýmist fór fram í húsnæði klúbbsins eða í skólanum. Hann sá að miklu leyti um framkvæmdir og rekstur klúbbsins og algengt var að hann kenndi tólf til fimmtán klukkustundir á viku, með náminu. Margir af virtustu Gonstead kírópraktorum heims komu og héldu kennslunámskeið fyrir klúbbinn á þessum árum. Þessi þekking og reynsla nýtist Agli vel í starfi hans á hverjum degi. Hann útskrifaðist þann 20. desember, 1997 og hefur starfað síðan 22. apríl, 1998, hér á Íslandi. Egill fer reglulega erlendis til þess að bæta við menntun sína.