Fyrsta heimsóknin

Þegar þú kemur á stofuna til okkar í fyrsta sinn er tekið vingjarnlega á móti þér í afgreiðslunni og ferlið hefst. Við gerum okkar besta til þess að þér líði vel og leggjum áherslu á að upplýsa þig ávallt með fyrirvara um það sem framundan er. Þú færð þér sæti í biðstofu okkar og fyllir út stutta trúnaðarskýrslu. Hún færir okkur upplýsingar sem gera okkur kleift að hjálpað þér sem allra best.

Þegar því er lokið kemur kírópraktorinn fram, heilsar þér og þið haldið inn í herbergi þar sem meðhöndlun fer yfirleitt fram. Þar spjallið þið saman og hann safnar fleiri upplýsingum hjá þér um heilsu þína og annað sem áhrif getur haft á meðferðina. Þá hefur þú tækifæri til þess koma á framfæri við hann mikilvægum upplýsingum um ástand þitt og annað sem þú telur vera hjálplegt.

Eftir það eru gerðar einfaldar æfingar til þess að rannsaka almennt líkamlegt ástand og hreyfigetu hryggjarsúlunnar. Mögulega verða teknar röntgenmyndir af þér til nákvæmari rannsóknar. Þá er haldið í lítið biðherbergi. Þar klæðist þú sloppi. Kírópraktorinn kemur svo og sækir þig í myndatökuna. Eftir myndatökuna bíður þú stutta stund í biðherberginu á meðan myndirnar eru unnar og skoðaðar.

Kírópraktorinn kemur svo og sækir þig, þið farið aftur inn í meðhöndlun og hann fer yfir myndirnar með þér í smáatriðum og útskýrir fyrir þér ástand þitt, leiðir til meðhöndlunar og batahorfur.

Eftir það rennir kírópraktorinn hitamæli yfir bakið sem nemur hita frá bólgum. Finnist bólga er hún skoðuð og hreyfanleiki liða er metinn. Meðhöndlun hefst yfirleitt í fyrsta tíma. Þá er metið hvaða lið eða liði þarf að laga og byrjað er á því. Þá hnikar kírópraktorinn liðnum til.

Í flestum tilfellum er aðeins einn liður hreyfður í fyrstu heimsókn. Það er oftast sársaukalaust. Eftir það gefur hann þér ráðleggingar um hegðun sem styrkir bata þinn og einnig um hluti sem þú átt að forðast og fer yfir ráðlagt meðferðarplan með þér. Þú færð þá tækifæri til þess að spyrja kírópraktorinn um hvaðeina sem þér liggur á hjarta, sem við kemur meðhöndluninni.

Þú ferð svo aftur yfir í biðherbergið, klæðir þig og ferð fram í afgreiðslu. Þar tekur ritarinn á móti þér, gefur þér endurkomutíma og tekur við greiðslu.

Þegar þú kemur svo í annað sinn, útskýrir ritarinn fyrir þér á einfaldan máta hvernig endurkomuheimsóknir fara fram.

Allt ferlið tekur yfirleitt um það bil klukkustund. Öllum spurningum er vel tekið.