Um okkur

Við höfum starfað í Reykjavík frá því í apríl 1998. Síðan þá hafa þúsundir einstaklinga þegið meðhöndlun hjá okkur.

Við erum hjón sem rekum stofuna, Egill Þorsteinsson kírópraktor og Agnes Matthíasdóttir ritari. Um  okkur má lesa meira hér: starfsfólk

Við lítum svo á að heilsan sé einstaklingnum dýrmæt. Slæm heilsa er hindrun á vegi okkar í leit að lífsfyllingu. Góð heilsa gerir okkur kleift að lifa lífi okkar af krafti og til fullnustu.

Við hjálpum þér

Taugakerfið er stjórnkerfi líkamans. Vandamál í stoðkerfinu geta valdið pressu á taugar og þar með truflun á starfsemi taugakerfisins. Þetta teljum við bagalegt fyrir heilsuna almennt.

Við kjósum því að hafa jákvæð áhrif á heilsu fólks með því að nýta þau lögmál sem kírópraktík byggir á til þess að bæta virkni stoðkerfisins og taugakerfisins. Starf okkar felst í því að finna hryggjarliði sem misst hafa stöðu sína, hafa bólgnað og setja pressu á nærliggjandi taugar. Með snöggu, stuttu og nákvæmu átáki hjálpum við liðnum í betri stöðu og betri hreyfingu. Pressunni er létt af taugakerfinu. Það getur þá án truflunar gert það sem það gerir best, stjórnað öllum þeim milljónum frumna sem flókinn líkami okkar samanstendur af.

Þegar fólk kemur til okkar í byrjun er algengt að líðan sé slæm. Hjálp okkur snýst þá mest um að:

  • Finna orsök vandans.
  • Leggja til meðhöndlunarplan sem líklegt er til þess að fá bata eins hratt og vel og mögulegt er.
  • Hefja meðhöndlun.
  • Benda fólki á það sem það getur sjálft lagt af mörkum til þess að ferlið gangi sem best.
  • Útskýra gildi þess að koma reglulega í viðhaldsmeðferð eftir að bati fæst og endurkomum fækkar.

Algengt er að fólk komi ört fyrstu vikurnar en svo fækkar meðferðarskiptum hratt.

Staðreyndin er sú að flest sjúkdómsferli hafa herjað lengi á líkamann áður en manneskjan finnur að nokkuð sé að. Einkenni eru oft það síðasta sem gerist í ferlinu, ekki það fyrsta. Þess vegna er nauðsynlegt að huga að heilsunni þegar fólk er einkennalaust ekki síður en þegar einkenni eru komin upp á yfirborðið.

Að halda góðri heilsu

Það er ósk okkar að sjá sem flesta einstaklinga ná eins góðri heilsu og þeir mögulega geta og að henni sé haldið. Í því sambandi vonum við að fólk sjái sér hag í því að koma sjaldan en reglulega í skoðun hjá okkur og einnig þegar einkenni eru ekki til staðar. Við getum þá haldið frá hinni almennu sjúkdómagæslu sem er á undanhaldi til raunverulegrar heilsugæslu sem vonandi verður ráðandi í framtíðinni. Hve lengi þú ákveður að nýta þér þjónustu okkar er auðvitað alltaf þín ákvörðun.

Hafðu endilega samband í síma 553 4400 og pantaðu tíma, við tökum vel á móti þér.